2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Einfaldir réttir með reyktum laxi og bleikju

Reyktur fiskur er bæði fallegur og hollur kostur í garðveisluna eða í nestisboxið. Það er ótrúlega einfalt að galdra fram fínlega og sumarlega rétti úr reyktum laxi eða bleikju og um að gera að vera ekkert að flækja málin mikið, bara að leyfa hráefninu að njóta sín til fulls.

ÓTRÚLEGA EINFÖLD LAXABAKA
fyrir 4
3 plötur smjördeig (u.þ.b. 250 g)
1 dós sýrður rjómi
200 – 300 g reyktur lax, skorin þunnt
2 vorlaukar, smátt skornir (eins er gott að nota graslauk)
hnefafylli steinselja, smátt söxuð
safi úr ½ sítrónu
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Aðferð: Stillið ofninn á 180°C. Fletjið smjördeigið þunnt út og setjið í 26 cm smurt form. Pikkið deigið með gaffli og bakið í 20-30 mín. eða þar til deigið hefur tekið fallegan lit. Látið kólna. Smyrjið sýrðum rjóma á botninn, dreifið laxi, vorlauk, steinelju og sítrónusafa yfir. Bragðbætið með salti og pipar.

Umsjón: Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum