2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Einföld súkkulaðimús – skref fyrir skref

Ljúffengur eftirréttur búin til í nokkrum einföldum skrefum.

EINFÖLD SÚKKULAÐIMÚS

200 dökkt súkkulaði

6 eggjahvítur

salt á hnífsoddi

AUGLÝSING


6 eggjarauður

1 askja hindber

1. Bræðið súkkulaði og geymið. 2. Stífþeytið eggjahvítur með salti. 3. Setjið eggjarauður út í kólnað súkkulaðið.

1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, setjið til hliðar og kælið.

2. Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu.

3. Þegar súkkulaðið hefur kólnað svolítið setjið þá eggjarauðurnar saman við, fyrst tvær og hrærið vel og síðan næstu tvær og hrærið vel og síðan tvær síðustu. 

4. Blandið síðan stífþeyttum eggjahvítum saman við. 5. Setjið mús í einnota sprautupoka. 6. Sprautið í glös.

4. Blandið síðan stífþeyttu eggjahvítunum saman við súkkulaðið í a.m.k. þremur þrepum, notið sleif og blandið varlega saman.

5. Setjið músina í einnota sprautupoka og klippið lítið gat fremst.

6. Sprautið músinni ofan í lítil glös eða stór, fer eftir því hvort músin er borin fram sem eftirréttur eða smáréttur í veislu. Setjið að lokum hindber ofan á, það má einnig setja ber í botninn á glösunum, allt eftir smekk. Ef músin er borin fram sem eftirréttur er gott að bera fram með henni blönduð ber og smávegis rjóma.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum