2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Eldað með eplasíder

Það er tilvalið að leika sér með eplabragðið og hér er eplasíder í aðalhlutverki.

Þar sem við búum við þann lúxus að hafa aðgang að eplum allan ársins hring þá er því tilvalið að leika sér með eplabragðið og hér er eplasíder í aðalhlutverki. Nú er hægt að nálgast margar mismunandi gerðir, óáfengur eplasíder er í matvörubúðum og síðan er hægt að fá þessa áfengu í áfengisverslunum. Í þessar uppskriftir var að mestu notast við áfengan eplasíder, hann er ekki alveg eins sætur og áfengið passar vel t.d. í kjötrétti. En auðvitað má nota óáfengan síder ef fólk kýs það heldur.

Eplaskúffukaka
12-14 sneiðar

Notaleg eplakaka sem er ekki síðri daginn eftir. Eplin halda henni mjúkri og góðri.

3 dl óáfengur eplasíder
3 græn epli, afhýdd og skorin í sneiðar
2 msk. sítrónusafi
70 g mjúkt smjör
2 ½ dl sykur
2 egg
5 dl hveiti
1 ½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
½ tsk. salt
1 dl rjómi
½ dl sykur
1 tsk. kanill

AUGLÝSING


Hitið ofn í 170°C. Setjið síder í pott og sjóðið hann niður þar til u.þ.b. ½ dl er eftir af vökva. Látið kólna. Veltið eplasneiðum upp úr sítrónusafa og setjið til hliðar. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt. Blandið eplasídersþykkninu saman við rjómann. Setjið þurrefnin til skiptis við rjómablandið saman við deigið og hrærið á milli. Klæðið skúffukökuform (u.þ.b. 35×25 cm) með bökunarpappír eða smyrjið það vel. Dreifið deiginu í formið og raðið eplasneiðunum ofan í. Blandið saman sykri og kanil og stráið yfir. Bakið í 30-40 mín. eða þar til kakan hefur tekið fallegan lit og er bökuð í gegn. Berið gjarnan fram volga með þeyttum rjóma eða ís.

_______________________________________________________________

Hægeldaður svínahnakki í eplasíder
fyrir 4-6

Hér er best að nota þykkan járnpott eða djúpa pönnu sem má fara inn í ofn. Séu slíkir gripir ekki við höndina má líka láta réttinn malla undir loki við vægan hita á hellu.

100 g beikon, skorið í bita
u.þ.b. 1 kg svínahnakki, skorinn
í stóra bita
u.þ.b. 12 skalotlaukar, afhýddir
30 g smjör
1 rauðlaukur, saxaður
1 stór dós (500 ml)
Somersby-eplasíder
1 teningur kjúklingakraftur
4-6 lauf fersk salvía, smátt söxuð
4-5 gulrætur, skornar í grófa strimla
1-2 stilkar sellerí, smátt sneiddir
2 msk. gróft sinnep
3-4 msk. sýrður rjómi
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 140°C. Steikið beikon í þykkbotna potti sem þolir að fara í ofn. Veiðið beikonið upp úr fitunni og notið hana til þess að brúna kjötið vel á öllum hliðum. Gott er að gera þetta í nokkrum skömmtum. Setjið kjötið til hliðar með beikoninu. Steikið þá skalotlaukana þar til þeir hafa einnig brúnast fallega og setjið til hliðar. Bætið olíu í pottinn ef þarf, lækkið hitann lítillega og steikið rauðlauk þar til hann verður mjúkur. Setjið beikon, svínakjöt, kjötkraft og salvíu út í pottinn, hellið síder yfir og lokið pottinum (bætið vatni út í ef síderinn nær ekki að fljóta nokkurn veginn yfir kjötið). Setjið pottinn inn í ofn og látið þetta malla í 1½ klst. Bætið selleríi og gulrótum saman við ásamt steiktum skalotlaukunum. Látið réttinn malla áfram í u.þ.b. 20 mín. Bætið þá sinnepi og sýrðum rjóma saman við og bragðbætið með salti og pipar.

_______________________________________________________________

Eplasídersbrauð
u.þ.b. 12 sneiðar

7 dl hveiti
1 msk. lyftiduft
1 ½ tsk. salt
4 msk. hlynsíróp
100 g smjör, brætt
1 flaska (330 ml)
Somersby-eplasíder
½ dl vatn

Hitið ofn í 190°C. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti. Takið 3-4 msk. af bræddu smjöri frá og blandið hlynsírópi saman við restina af smjörinu. Setjið smjörblönduna, eplasíder og vatn saman við hveitiblönduna og hrærið létt með sleif eða sleikju, ekki hræra of mikið, bara þannig að allt blandist vel. Setj-ið deigið í formkökuform sem hefur verið klætt með bökunarpappír og hellið smjörinu sem tekið var frá yfir brauðið. Bakið í 45-55 mín. eða þar til prjóni sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Berið fram volgt og gjarnan með hlynsíróps-smjöri. Einnig passar brennt smjör eða praline-smjör vel með þessu brauði.

hlynsírópssmjör:
4-5 msk. mjúkt smjör
1 msk. hlynsíróp
örlítið salt
Hrærið smjör og hlynsíróp saman þar til allt er vel samlagað. Bragbæt-ið með salti og pipar.
Kúskússalat með
rófum
fyrir 1
2-3 msk. olía
1 msk. eplaedik
½ tsk. chili-flögur
gróft salt
1 gulrófa, afhýdd og skorin í bita
100 g perlukúskús
1 stór dós (500 ml)
Somersby-eplasíder
1 dl vatn
2 msk. jómfrúarólífuolía
1-2 msk. sítrónusafi
hnefafylli fersk steinselja,
smátt söxuð
spínatkál
1 dl pekanhnetur, ristaðar og
gróft saxaðar
½ dl gróft saxaðar döðlur
½ rautt epli, skorið í þunnar sneiðar
½ granatepli
½ gulrót, skorin í þunnar sneiðar

Hitið ofn í 220°C. Blandið saman olíu, eplaediki, chili-flögum og salti. Veltið rófubitunum upp úr blönd–unni og bakið þá í ofni í 30-40 mín. eða þar til þeir eru mjúkir í gegn. Látið kólna. Setjið perlukúskús, eplasíder -(geymið 2-3 msk. til þess að setja í salatsósuna) og vatn saman í pott og látið sjóða í 11-12 mín. Sigtið vökvann frá.Blandið olíu, steinselju og sítrónusafa saman við kúskúsið og látið kólna. Setjið spínatkál í botninn á djúpum diski eða skál og dreifið kúskúsi yfir. Raðið rófum, hnetum, döðlum og eplum ofan á ásamt granateplafræjum og dreypið vel af salatsósunni yfir.

salatsósa:
2-3 msk. eplasíder
3 msk. ólífuolía
2 msk. eplaedik
1 msk. dijon-sinnep
1 hvítlauksgeiri, fínt rifinn
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar.

_______________________________________________________________

Svínalund með eplum og fenníku
fyrir 2-3

1 svínalund (500-600 g)
1 flaska (330 ml)
Somersby-eplasíder
1 lárviðarlauf
2 msk. hunang
2-3 msk. púðursykur
½ tsk. chili-flögur
nýmalaður svartur pipar
gróft sjávarsalt
olía til steikingar
2 msk. smjör
1 msk. sojasósa

Blandið öllu nema salti saman í skál eða rennilásapoka og látið svínalundina liggja í leginum í kæli yfir nótt. Takið lundina úr kæli a.m.k. 1 klst. áður en hafist er handa við að matreiða hana þannig að hún sé við stofuhita þegar hún er elduð. Hitið ofn í 180°C. Takið lundina úr kryddleginum og setjið hann til hliðar. Hitið olíu á pönnu og brúnið lundina, gætið þess að hún brenni ekki. Setjið kjötið í ofninn í 15-20 mín. eða þar til kjötið er eldað í gegn. Setjið það sem eftir er af kryddleginum í pott og látið sjóða niður í 5-10 mín. Fleytið froðuna sem myndast af og þegar sósan er orðin aðeins sírópskennd er smjöri og -sojasósu bætt saman við. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Skerið lundina í sneiðar og raðið ofan á epla- og fenníkusalatið, dreifið sósu yfir og berið fram.

steikt epla- og fenníkusalat:
2 msk. smjör
½ grænt epli, afhýtt og skorið í sneiðar
1 fenníka, þunnt sneidd
safi úr ½ sítrónu
salt og pipar
Bræðið smjör á pönnu og steikið epli og fenníku í nokkrar mínútur. Kreistið sítrónusafa út í og bragðbætið með salti og pipar.

_______________________________________________________________

Hátíðlegur eplakjúklingur
fyrir 4

Hér er uppskrift að dásamlega góðum kjúklingi sem gaman er að gera t.d. um helgar eða þegar gesti ber að garði. Við setjum perlulauk og eplabita með honum í ofninn en til þess að fá smábit í meðlætið er gott að bíða með u.þ.b. helminginn af lauknum og eplunum og setja með þegar u.þ.b. 30 mín. eru eftir af eldunartímanum.

1 stór kjúklingur
rjómaosta- og hnetufylling
(sjá uppskrift)
1 lítið epli, skorið í báta
2 msk. sítrónusafi
4-6 hvítlauksgeirar, afhýddir
1 msk. ólífuolía
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1-2 epli skorin í grófa báta
10-12 rauðir perlulaukar, afhýddir

Hitið ofn í 190°C. Skolið kjúklinginn vel að utan og innan og þerrið með eldhúspappír. Losið skinnið varlega frá bringunum og leggjunum og setjið rjómaostafyllinguna undir skinnið eins mikið og hægt er án þess að rífa gat. Ef einhver afgangur er af fyllingunni er hún sett inn í fuglinn ásamt eplabitum sem hefur verið velt upp úr sítrónu-safa, látið einnig hvítlauksgeirana inn í fuglinn. Makið olíu utan á kjúklinginn og stráið ríflega af salti og pipar á hann. Ef tími er til er gott að láta kjúklinginn standa í kæli yfir nótt en þá er betra að sleppa saltinu þar til rétt áður en hann fer í ofninn. Notið grillpinna eða sláturgarn til þess að loka fuglinum vel. Setjið hann í eldfast mót og raðið hluta af eplunum og lauknum í kring. Eldið í 1 ½ klst. Setjið restina af eplunum og lauknum saman við síðustu 30 mínúturnar af eldunartímanum. Penslið kjúklinginn með eplagljáanum þegar hann er tekin úr ofninum.

rjómaosta- og hnetufylling:

1 dl valhnetur, saxaðar
150 g rjómaostur
50 g fetaostur, mulinn
2 msk. hunang
4-6 lauf fersk salvía, smátt söxuð
lauf af 2 tímíangreinum
Blandið öllu vel saman.
eplagljái:
1 flaska (330 ml)
Somersby-eplasíder
1 msk. púðursykur

Setjið allt saman í pott og sjóðið þar til u.þ.b. ½ dl er eftir af vökvanum og blandan verður sírópskennd.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum