2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fiskibollur eru frábær matur á virkum dögum

Heimalagaðar fiskibollur eru hið mesta lostæti.

Heimalagaðar fiskibollur
500 g þorskur, roð- og beinhreinsaður
2-3 tsk. gróft sjávarsalt
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
4-5 msk. hveiti
¾ dl mjólk
1 egg
200 g smjör
1 púrrulaukur, skorinn
½ búnt steinselja
svartur nýmalaður pipar
½ sítróna, má sleppa

Skerið þorsk í 4-5 bita og látið í matvinnsluvélina. Skerið lauk niður og setjið saman við ásamt hvítlauk og látið vél ganga í 1-2 mínútur.

Notið hnífinn í matvinnsluvélinni. Skerið þorskinn í 4-5 bita og látið í matvinnsluvélina ásamt saltinu og látið ganga vel í u.þ.b. 1 mínútu. Skerið laukinn gróft niður og setjið saman við ásamt hvítlauknum og látið vélina ganga í 1-2 mínútur eða þar til laukurinn hefur blandast vel.

Bætið mjólk, eggi og smjöri og látið ganga. Bætið þá hveiti út í og látið ganga. Setjið steinselju saman við og kryddið með svörtum pipar.

AUGLÝSING


Bætið mjólk, eggi og 2 msk. af smjöri og látið ganga þar til allt hefur samlagast vel, bætið þá hveitinu út í og látið ganga í smástund. Setjið steinseljuna saman við og kryddið með svörtum pipar, látið vélina ganga þar til steinseljan hefur blandast vel.

Gott er að setja smávegis kalt vatn í skál áður en byrjað er að móta bollurnar því ágætt er að bleyta aðeins hendurnar ef bollurnar festast við þær. Takið fiskimaukið og rúllið saman í bollur á stærð við litla plómu. Uppskriftin ætti að duga í u.þ.b. 15 bollur en það fer eftir stærðinni á bollunum.

Steikið bollur þar til þær eru vel brúnaðar. Bræðið restina af smjöri og látið púrrulauk saman við, passið að hann brúnist ekki.

Hitið 2-3 msk. smjör við fremur háan hita á góðri pönnu en passið samt að smjörið brenni ekki. Ágætt getur verið að setja svolítið af olíu með til að koma í veg fyrir að smjörið brenni. Steikið bollurnar i u.þ.b. 5-6 mínútur eða þar til þær eru vel brúnaðar, snúið þeim þá við og steikið í jafnlangan tíma á hinni hliðinni. Lækkið undir og bræðið restina af smjörinu í skaftpotti við meðalhita og látið púrrulaukinn saman við, passið að laukurinn brúnist ekki en eldist samt í gegn.

Berið fiskibollurnar fram með nýjum soðnum kartöflum og púrrulaukssmjörinu. Mér finnst mjög gott að kreista smávegis sítrónusafa yfir fiskibollurnar. Munið að smakka bollurnar til og bæta við pipar og salti yfir í lokin ef þarf. Bollurnar er tilvalið að frysta, þá er best að steikja þær og láta í góðan poka og þá er bara að hita þær upp í fersku púrrulaukssmjöri.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Sunna Gautadóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum