2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fljótlegur fiskréttur

Eðalfiskur sem er auðvelt og fljótlegt að elda.

Berið fiskinn fram með soðnum kartöflum

Sítrónufiskur
fyrir 4
1 msk. smjör
700-800 ýsa eða annar fiskur
1 ½ dl rjómi eða matreiðslurjómi
safi úr 1 lítilli sítrónu
2 msk. ferskt fáfnisgras eða kóríander, saxað (má nota 2 tsk. þurrkað)
salt og nýmalaður pipar
1 laukur, sneiddur
1 fenníka, sneidd
2 msk. olía
Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið ofnfast fat með smjöri og raðið fiskinum í fatið.
Blandið saman rjóma, sítrónusafa og estragoni, hellið blöndunni yfir fiskinn, saltið og stráið vel af pipar yfir.
Bakið í ofninum í 20 mín.
Steikið lauk og fenníku í olíu á pönnu og berið fram með fiskinum ásamt soðnum kartöflum.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum