2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Spennandi fiskur í miðri viku

Pylsubrauð er hægt að nota fyrir margt annað en pylsur. Sniðugt er að fylla þau til dæmis með gómsætum fisk fyrir fljótlegan kvöldverð í miðri viku. 

Langa með rauðkálshrásalati, chili-majónesi og avókadó (25 mínútur) fyrir 4

Rauðkálshrásalat:
200 g rauðkál, skorið í þunnar lengjur
½ dl kóríander, fínt skorinn
½ rauðlaukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
2 msk. límónusafi
1 msk. ólífuolía

Blandið öllu saman í skál.

AUGLÝSING


Steikt langa:
600 g langa
5 msk. olía
½ tsk. kummin
½ paprikuduft
½ tsk. salt
¼ tsk. nýmalaður svartur pipar
4 pylsubrauð að eigin vali
1 avókadó, skorið í sneiðar
chili-majónes (við noðum Chipotel chili-majónes frá Stonewall Kitchen)

Blandið saman 3 msk. af olíu, kummin, paprikudufti, salti og pipar í skál. Setjið fiskinn í skál og hellið kryddblöndunni yfir, nuddið blöndunni vel saman við fiskinn og látið standa í 10 mínútur. Hitið pönnu á háum hita með 2 msk. af olíu. Setjið fiskinn á pönnuna þegar olían er orðin heit og steikið í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið. Eldunartíminn getur breyst eftir því hve fiskflakið er þykkt. Setjið fiskinn á disk þegar hann er eldaður í gegn og brjótið í grófa bita.
Setjið chili-majónes í pylsubrauðin og fyllið þau með löngunni og rauðkálshrásalatinu. Berið fram með avókadósneiðum og chili-majónesi.

Texti/Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir/Hákon Davíð Björnsson

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum