2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fullkomið í brunchinn: Brúsketta með lárperu, eggi og dilli

Hér kemur uppskrift að geggjaðri brúskettu með lárperu, eggi og dilli. Fullkominn réttur í brunchinn.

 

Hérna setur dillið punktinn yfir i-ið en dill er frábær kryddjurt sem getur dafnað mjög vel í íslenskum görðum. Ferskt dill er alls ekki það sama og þurrkað dill og þó að fólk sé ekki hrifið af þurrkuðu dilli getur allt annað verið uppi á teningnum þegar kemur að því ferska.

Brúsketta með lárperu, eggi og dilli
fyrir 1-2

3 msk. saxað dill
2 msk. saxaður graslaukur
2 msk. söxuð steinselja
1-2 harðsoðin egg
3-4 msk. majónes
3 tsk. dijon-sinnep
1-2 súrdeigsbrauðsneiðar
1 lárpera, skorin í sneiðar
2-3 tsk. kapers
ferskt dill, til skrauts
nýmalaður svartur pipar
gróft sjávarsalt
góð ólífuolía, til þess að dreypa yfir

Blandið saman söxuðum kryddjurtum og veltið soðnu eggjunum upp úr þeim. Setjið þau til hliðar.

AUGLÝSING


Blandið kryddjurtunum sem eftir eru saman við majónes og dijon-sinnep, bragðbætið með salti og pipar.

Ristið brauðsneiðina á grilli eða pönnu, dreifið vel af sósunni á brauðið, raðið lárperu og eggjum ofan á, dreifið kapers yfir ásamt dilli, salti og pipar og dreypið ólífuolíu yfir.

Umsjó / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum