2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gómsætt glóðbrauð með perum og gráðaosti

Glóðað brauð er uppáhald margra. Í nokkrum nágrannalöndum er glóðaða sneiðin notuð sem undirstaða í léttum hádegisrétti eða smárétti eins og tapas á Norður Spáni þar sem allskonar gómsætt álegg er notað ofan á glóðað hvítlauksbrauð. Á Ítalíu gera þeir samskonar brauð og þar er það kallað bruchetta.

Það eru óteljandi möguleikar á samsetningum ofan á sneiðina og um að gera að prófa sig áfram með það sem ykkur finnst best, það sem er í uppáhaldi þá stundina eða jafnvel nýta góða afganga. Fljótlegt, einfalt og ótrúlega gott.

Glóðbrauð  (Bruschetta)
fyrir 4

Best er að kaupa heilt brauð hjá bakara og skera það sjálfur. Þá er hægt að hafa sneiðarnar aðeins þykkari og matarmeiri. Ágætt er að skáskera brauðsneiðarnar. Þannig verða þær stærri og ein á mann dugar sem hádegisréttur fyrir einn.

4 stórar sneiðar brauð
2-3 msk. olía
2-3 hvítlauksrif

AUGLÝSING


Hitið ofninn í 230°C. Raðið brauðinu á ofnplötu og penslið það með olíu. Bakið brauðið þar til það verður gullið á litinn. Fyrir þá sem vilja vel stökkt brauð er gott að snúa því við og glóða eins hinum megin, það þarf þó ekki ef brauðsneiðin er þunn. Skerið hvítlaukinn í tvennt og nuddið honum á bakað brauðið.

Glóðbrauð með perum og gráðaosti
fyrir 4

Fyrir þá sem nenna að dekra við þennan rétt er gott að rista valhneturnar þar til þær fara að ilma og brjóta þær síðan gróft yfir brauðsneiðarnar. Fyrir þá sem líkar ekki gráðaostur má gjarnan skipta honum út fyrir annan, t.d. hvítmygluost.

1-2  msk. smjör
2-3 perur skornar í sneiðar
3 msk. fíkjusulta eða mangó-chutney
40 g klettakál
100 -150 g gráðaostur
3-4 msk. valhnetur
salt og nýmalaður pipar

Steikið perurnar í smjörinu þar til þær eru mjúkar. Smyrjið fíkjusultu eða  mangó-chutney á brauðsneiðarnar. Setjið klettakál ofan á. Skerið gráðaostinn í þunnar sneiðar. Raðið steiktum perum og gráðaosti lagskipt ofan á klettakálið. Brjótið valhneturnar gróft og stráið ofan á. Saltið og malið pipar yfir.

Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum