Gott í kvöldmatinn: Tvær trylltar uppskriftir að pylsum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vantar þig hugmynd að góðum og einföldum kvöldmat? Hvernig væri að prófa uppskrift að pylsum? Hér eru tvær geggjaðar uppskriftir til að velja úr.

 

Túnfiskur, egg og klettasalat með kapersi
fyrir 4

300 g túnfiskur í vatni
4 soðin egg, skurnin tekin af og eggin skorin í eggjaskera, ef hann er ekki til má skera þau í litla bita með hníf
½ rauðlaukur, afhýddur og saxaður fínt
2 msk. kapers, saxað smátt
1 hnefafylli steinselja, söxuð fínt
½ grænt epli, skorið í þunnar lengjur
½ grænn chili-pipar, fræhreinsaður og skorinn fínt
3 msk. gott majónes
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
klettasalat
pylsubrauð að eigin vali

Setjið túnfiskinn í sigti og látið vatnið renna af. Blandið öllu hráefninu saman í skál. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Setjið klettasalat í pylsubrauðin og fyllið þau með túnfiskssalatinu.

_______________________________________________________________

Steiktir sveppir, grænkál og jalapeno með kóríander-jógúrtsósu
fyrir 4

Sveppablanda:
2 msk. olía
1 laukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
450 g sveppir, skornir í grófa bita
1 græn paprika, fræhreinsuð og skorin í lengjur
3 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir eða settir í hvítlaukspressu
2 msk. sojasósa
2 msk. límónusafi
4 pylsubrauð að eigin vali

Hitið stóra pönnu á háum hita og bætið við 2 msk. af olíu. Setjið laukinn út á pönnuna þegar olían er orðin heit og steikið í 4 mínútur. Bætið sveppunum og grænu paprikunni saman við laukinn.

Hrærið í blöndunni reglulega og steikið saman í 5-10 mínútur. Bætið hvítlauknum saman við og eldið í 1 mínútu. Setjið sojasósuna út á sveppablönduna og eldið í 2 mínútur. Takið blönduna af hitanum og hellið límónusafanum út á.

Setjið kóríander-jógúrtsósuna (uppskrift á bls. 31) í pylsubrauðin og fyllið þau með sveppablöndu og grænkálssalati sem uppskrift er að á bls. 31. Berið fram með meiri sósu.

Kóríander-jógúrtsósa:
2 ½ dl grísk jógúrt
2 dl ferskur kóríander
1 stk. jalapeno-pipar, fræhreinsaður og saxaður fínt
2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir eða settir í hvítlaukspressu
1 tsk. kummin
safi úr ½ límónu
1 tsk. sjávarsalt

Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Smakkið til með salti og setjið sósuna til hliðar.

Grænkálssalat:
150 g grænkál, laufin tekin af stilknum og rifin gróft niður
½ jalapeno-pipar, fræhreinsaður og fínt saxaður
safi úr ½ límónu
1 msk. ólífuolía

Setjið grænkálið og jalapeno-piparinn saman í skál. Nuddið límónusafanum og ólífuolíunni saman við grænkálsblönduna þar til grænkálið byrjar að mýkjast. Setjið til hliðar.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira