2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Grillaður maís með fetaosti, sýrðum rjóma og chili

Þó svo að bakaða kartaflan og hvítlaukssósan standi alltaf fyrir sínu er um að gera að stíga út fyrir þægindarammann þetta grillsumarið. Þessi grillaði maís ætti að höfða til flestra sælkera.

 

4 stk. heilir maísstönglar
120 ml majónes
250 ml sýrður rjómi
1½ hnefafylli kóríander, saxaður smátt
80 g rifin parmesan-ostur
150 g hreinn fetaostur, mulinn niður
safi úr 1 límónu
½ tsk. cayenne-pipar, meira eftir smekk
2 límónur skornar í báta, til að bera fram og kreista yfir maísinn

Grillið maísinn í 8-10 mín á heitu grilli. Snúið honum við reglulega þannig að allar hliðar grillist jafnt.

Í skál blandið saman majónesi, sýrðum rjóma og kóríander.

AUGLÝSING


Takið maísinn af grillinu og penslið með majónesblöndunni. Kreistið yfir límónusafa og dreifið parmesan- og fetaosti yfir ásamt chili-dufti eftir smekk.

Stílisti / Nanna Teitsdóttir og Folda Guðlaugsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum