2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Halloumi og hrísgrjón

Þessi réttur er algert sælgæti.

Hollur og góður réttur.

Halloumi og hrísgrjón
fyrir 4
2 dl basmati-hrísgrjón, soðin eftir leiðbeiningum á pakkanum
2 msk. olía
2 msk. smjör
2 laukar, skornir í 4 hluta og sneiddir
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 tsk. kummin
1 tsk. kóríanderduft
1 dós hvítar baunir, safi sigtaður frá
2-3 msk. ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja og tímían eða basil
80 g furuhnetur eða valhnetur, ristaðar2 msk. olía
225 g halloumi-ostur, skorinn í munnbita

Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið laukinn, gott er að hafa háan hita svo hann brúnist vel. Bætið hvítlauk út í í lokin og steikið með smástund. Bætið kummin, kóríander og baunum á pönnuna og hitið vel í gegn. Bætið heitum hrísgrjónum, kryddjurtum og hnetum saman við. Steikið halloumi-ostinn í olíu á pönnu og blandið saman við.  

Texti / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

AUGLÝSING


 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum