2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hamborgarahryggur með einiberjum og döðlum

Ljúffengur réttur á hátíðarborðið.

Sjóðið hamborgarhrygginn daginn áður upp úr vökvanum í u.þ.b. klukkustund.

HAMBORGARHRYGGUR MEÐ EINIBERJUM OG DÖÐLUM
fyrir 6-8

1,5-2 kg hamborgarhryggur á beini
2 bjórar
2 l vatn
1 dós maltöl
1 msk. dijon-sinnep
1 msk. púðursykur
1 dl þurrkuð einiber
2 dl döðlur
1 dl brauðteningar
pipar, eftir smekk

Sjóðið hamborgarhrygginn daginn áður upp úr vökvanum í u.þ.b. klukkustund. Slökkvið á hitanum, látið lok yfir pottinn og geymið hann í vökvanum í kæli í sólarhring. Hitið ofninn í 200°C. Takið hamborgarhrygginn upp úr vökvanum. Blandið dijon-sinnepi og púðursykri saman og smyrjið ofan á hrygginnn. Setjið einiberin, döðlurnar og brauðteningana í matvinnsluvél og maukið þar til myndast gróf mylsna. Látið ofan á hrygginn og bakið í 15-20 mínútur. Takið úr ofninum og setjið lok eða álpappír yfir og látið hrygginn jafna sig í 10-15 mínútur áður en hann er borinn fram.

AUGLÝSING


HAMBORGARHRYGGJARSÓSA:
1 l soð af hryggunum (soðið úr pottinum)
1 msk. svínakraftur
2 msk. dijon-sinnep
2 msk. púðursykur
svartur nýmalaður pipar, eftir smekk
2-4 msk. maizena-sósujafnari

Sjóðið allt nema maizena-mjölið saman í potti í 5 mínútur, látið þá mjölið saman við þar til sósan þykknar. Smakkið til með pipar og salti ef þarf. Berið hefðbundið meðlæti fram með hryggnum eins rauðkál, Waldorf-salat, rósakál og brúnaðar kartöflur.

Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Umsjón / Theodór Smith
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Heiða Helgadóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum