2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Heitreykt bleikja í dós sem gaman er að elda í fjöruferð

Fjöruferðir eru örugglega eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera með fjölskyldunni á sumrin. Hér kemur uppskrift að heitreyktri bleikju sem gaman að er galdra fram í fjöruferðinni.

 

Heitreykt bleikja í dós
fyrir 4-6

1 tóm dós, t.d. Mackintosh’s-dós
10×10 sm álpappír
1 dl reykspænir, fæst t.d. í Ellingsen
20×20 sm hænsnanet eða annað vírnet
salt og nýmalaður pipar
6-8 100 g bleikju- eða laxabitar

Leggið álpappír á botninn á dósinni. Dreifið reykspæni yfir álpappírinn. Leggið hænsnanetið þannig að það sé u.þ.b. 5 cm frá botni dósarinnar.

AUGLÝSING


Kryddið fiskinn með pipar og saltið og leggið ofan á vírnetið. Setjið þá lokið á dósina, leggið dósina á heit kolin í 5-7 mín.

Berið fram t.d. með kaldri gráðaostasósu, blönduðu grænmeti og kartöflusalati.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Úlfar Finnbjörnsson
Myndir / Sigtryggur Ari Jóhannsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum