2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hreindýralund er hátíðarmatur

Algjört lostæti á veisluborðið.

Hreindýralund klikkar ekki um áramótin.

HREINDÝRALUND
fyrir 4

2 msk. olía
800 g hreindýralund
2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
1 tsk. hunang
2 msk. rauðvín
salt
pipar
Hitið olíuna á pönnu, kryddið lundina með pipar og salti, heilsteikið hana í 3 mínútur á hvorri hlið.
Takið lundina af pönnunni og setjið á fat og látið standa í nokkrar mínútur.
Látið rauðlaukinn á pönnuna ásamt hunangi og rauðvíni og steikið í 1-2 mínútur.
Skerið lundina og látið laukinn ofan á.
Berið fram með til dæmis brúnuðum kartöflum, sveppasósu og Waldorf-salatinu.

Uppskriftir / Theodór Smith
Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Heiða Helgadóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum