2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Íslenskt lamb – alltaf gott

Lambakjötið okkar er hrein afurð sem á alltaf við. Réttir með lambakjöti geta verið fínlegir eða grófgerðir, spari- eða hversdagslegir, en það er eitt sem þeir eiga alltaf sameiginlegt og það er hið ljúfa og hreina bragð af lambakjötinu sem aldrei bregst.

Gómsætt lambakjöt

Fátt er meira viðeigandi en góð lambasteik á þessum árstíma og ekki spillir fyrir að nú er víða til ferskt og nýupptekið grænmeti sem gott er að borða með lambinu. Hér er afar einföld og góð uppskrift að lamainnanlæri með béarnaise sósu, tvenna sem klikkar ekki.

Grilluð lambasteik með béarnaise-sósu og bakaðri kartöflu
fyrir 2

1 stk. lambainnralæri.
2 msk. olía
salt og pipar

AUGLÝSING


Skerið bitann til helminga og lemjið svo steikurnar með kjöthamri þar til þær eru u.þ.b. 2 cm þykkar.
Berið olíu, salt og pipar á steikurnar og grillið á heitu grilli í 3-4 mín. á hvorri hlið. Látið þær hvíla í u.þ.b. 3 mín. áður en þið berið þær fram.
Setjið kartöflurnar inn í álpappír og bakið í u.þ.b. 60 mín. í 200°C heitum ofni.
Tíminn fer eftir stærð. Getur verið aðeins styttri eða lengri.

Ekta béarnaise-sósa:
4 eggjarauður
250 g smjör
1 msk. béarnaise essence
1 tsk. þurrkað estragon
salt og pipar
1 stk. kjúklingakraftur

Þeytið eggjarauður ásamt béarnaise essence og þurrkuðu estragoninu. Sumir þeyta þær yfir heitu vatnsbaði sem er mjög gott. Bræðið smjörið og bætið kjúklingakrafti í, þegar hitastigið er þannig að maður rétt nær að dýfa fingrinum í það er því hellt varlega í mjórri bunu út í eggjarauðurnar og þeytt í stöðugt á meðan með písk. Bragðbætið sósuna með smávegis salti og pipar ef þarf.

Uppskriftir/ Theodór Smith
Stílisti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum