2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ítalskar bruschettur með tómötum og hvítlauk

Léttir réttir sem henta vel bæði við hversdagsleg og hátíðleg tilefni.

Ítalskar bruschettur bragðast ótrúlega vel.

Ítalskar bruschettur
12-15 sneiðar

1 snittubrauð

12 basilíkulauf

AUGLÝSING


6 tómatar

2 dl gæðaólífur

5 msk. góð ólífuolía

1 hvítlauksrif, skorið í tvo hluta

svartur nýmalaður pipar

Maldon-salt

Takið til hráefnin. Skerið niður tómata, hreinsið burt fræ og saxið í smáa bita. Skerið niður ólífur og basilíku líka.

1. Skerið tómatana í báta, takið fræin frá og saxið í fremur smáa bita.

2. Skerið ólífurnar niður ásamt basilíkunni og setjið allt í skál.

3. Kryddið vel með pipar og salti. Hellið 2 msk. ólífuolíu yfir tómatblönduna.

Skerið niður basilíku. Skerið snittubrauð í sneiðar, penslið  með olíu og bakið í ofni. Raðið öllu fallega á bakað brauðið.

4. Skerið snittubrauðið í sneiðar, penslið með ólífu-olíunni og raðið á ofngrind.

5. Stillið ofninn á 230°C á grillinu og bakið brauðið þar til það er orðið gullið að lit. Þetta tekur ekki nema nokkrar mínútur svo ekki er æskilegt að fara frá ofninum. Takið brauðið út og nuddið sárinu á hvítlauknum á hverja sneið.

6. Raðið brauðinu á fallegan disk og setjið tómatblönduna ofan á rétt áður en bera á brauðið fram, annars verður brauðið of blautt.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum