Kaffi í köku

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kökur með kaffibragði eru óneitanlega ljúffengar.

MOKKATERTA MEÐ SMJÖRKREMI
fyrir 6

BOTN:
4 egg, aðskilin
1 dl sykur
1 msk. skyndikaffiduft
1 dl kartöflumjöl
1 dl fínt möndlumjöl

Hitið ofn í 160°C. Setjið eggjarauður, helminginn af sykrinum og kaffiduft saman í skál og þeytið þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið kartöflumjöl og möndlumjöl út í og blandið vel. Þeytið eggjahvítur í annarri skál og bætið restinni af sykrinum út í og stífþeytið. Blandið eggjahvítunum rólega saman við deigið með písk. Smyrjið smelluform sem er 20-22 cm í þvermál með smjöri eða fóðrið það með bökunarpappír. Bakið í 35-45 mín. eða þar til botninn er bakaður í gegn. Gott er að stinga prjóni í miðjuna, ef hann kemur hreinn út er botninn bakaður.

Látið hann kólna alveg og skerið í tvennt eða þrennt. Penslið botnana undir og yfir með kaffisírópi áður en kreminu er dreift á milli botnana. Smyrjið að lokum kremi utan á kökuna og skreytið gjarnan með súkkulaðispæni. Gott er að láta þessa köku standa í kæli í a.m.k. einn sólarhring áður en hún er borin fram.

Styttu þér leið! Einfaldara krem á þessa köku er t.d. hefðbundið smjörkrem. Hrærið saman: u.þ.b. 100 g mjúkt smjör, u.þ.b. 5 dl flórsykur og 2-3 msk. kakó, þynnið kremið með sterku kaffi þar til það er hæfilega þykkt.

KAFFISÍRÓP:
½ dl vatn
½ dl sykur
2 msk. kaffilíkjör. t.d. Kahlua
Setjið vatn og sykur saman í pott og hitið þar til sykurinn er uppleystur. Bætið líkjör saman við og látið kólna.

kaffikrem:
2 eggjarauður
6 msk. sykur
2 msk. kakó
2 msk. maizenamjöl
2 msk. kartöflumjöl
2 ½ dl mjólk
1 tsk. skyndikaffiduft
150 g smjör, mjúkt

Pískið saman eggjarauður, sykur og kakó. Bætið maizenamjöli og kartöflumjöli út í og pískið vel. Hitið mjólk og skyndikaffiduft varlega að suðu og hellið út í eggjarauðublönduna í litlum skömmtum, pískið vel á milli og gætið þess að hella ekki of miklu af mjólkinni í einu því þá er hætta á að blandan eyðileggist. Setjið blönduna aftur í pottinn, hitið varlega og pískið stöðugt í þar til kremið þykknar.

Látið kólna alveg, gott er að setja filmu þétt ofan á kremið eða hræra reglulega í þannig að ekki myndist skán. Þegar blandan er við stofuhita er smjörið hrært saman við. Ef vill má bæta við nokkrum msk. af flórsykri saman við en það er smekksatriði.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -