2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kartöflumús í kínakáli er sjúklega gott meðlæti

Þessi réttur er einstaklega góður og passar sérlega vel með lambalæri. Svolítið örðuvísi og spennandi meðlæti sem gaman er að bera fram.

 

Kartöflumús í kínakáli
fyrir 4-6

4 stórar bökunarkartöflur
½ dl rjómi
6 döðlur, gróft skornar
salt og nýmalaður svartur pipar
1 haus kínakál
1 msk. hunang
2 msk. ólífuolía

Sjóðið kartöflur og skrælið. Látið í skál, bætið rjómanum smám saman við og stappið saman gróflega.

AUGLÝSING


Bætið döðlunum út í, saltið og kryddið með pipar. Látið í kæli í u.þ.b. 15 mín.

Hitið ofn í 200°C. Takið heil blöð af kínakálinu og látið u.þ.b. 1-2 msk. af kartöflumús inn í hvert þeirra, rúllið upp og leggið varlega á ofnplötu.

Sáldrið yfir hunangi, olíu, salti og pipar. Bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur eða þar til blöðin eru orðin svolítið karamelliseruð.

Umsjón / Theódor Gunnar Smith
Stílisiti og texti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum