2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kræsingar í krukku

Ljúffengt ostaberjatríó á sunnudegi.

Þessi ljúffengi réttur klikkar ekki.

Flestir elska sætindi en þau eru oft og tíðum svolítið óholl fyrir okkur. Ekki er þar með sagt að við getum ekki fengið okkur eitthvað sætt og gott í eftirrétt annað slagið. Ávextir eru bæði sætir og stútfullir af vítamínum og trefjum. Þeir flokkast því ekki undir innantómar hitaeiningar, jafnvel þó að þeir séu bornir fram með svolitlum sykri.

OSTABERJATRÍÓ Í KRUKKU
6 krukkur eða glös
100 heslihnetur
8 kanilkexkökur t.d. frá LU (Bastogne)
4-6 döðlur, mjúkar
1 askja jarðarber, skorin
1 askja bláber
1 askja hindber
1 Philadelphia-rjómaostur 12%
1 lítil dós vanilluskyr
1 límóna, börkur notaður
6 msk. hunang

Ristið heslihneturnar á pönnu, þar til hýðið fer að losna frá. Hellið þeim síðan í viskastykki og rúllið hnetunum fram og til baka á borði þannig að hýðið losni sem mest frá.

AUGLÝSING


Setjið kexið, döðlurnar og 70 g af hnetunum i matvinnsluvél og myljið, passið samt að það verði ekki of fínt. Maukið jarðarberin með 2 msk. af hunanginu og skerið restina af jarðarberjunum fremur smátt. Blandið ostinum, skyrinu, límónuberkinum og afganginum af hunanginu saman í skál. Setjið mylsnu í botninn á glasi eða krukku, setjið jarðarberjamaukið yfir og síðan eitt lag af hverri berjategund. Hellið ostablöndunni ofan á og setjið nokkur ber efst. Saxið gróft restina af hnetunum og sáldrið yfir efstu berin. Hægt er að stytta sér leið og kaupa jarðarberjasósu tilbúna, einnig er gott að setja svolítið af mylsnunni ofan á. Hér gildir að nota hugmyndaflugið.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum