2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Klassískur eplaréttur

Klassískur eplaeftiréttur.

Uppskrift að klassískum eplaeftirétti.

Þegar hugsað er um jól er matur eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann. Þess vegna er alveg tilvalið að koma færandi hendi og gleðja vini og vandamenn með góðgæti. Hér kemur hugmynd að einni bragðgóðri gjöf.

Eplaeftirréttur – þessi gamli góði
fyrir 4-6

Eplamauk:
3 stór Jonagold-epli (u.þ.b. 700 g, flysjuð)
1 dl sykur
fræ úr 1 vanillustöng
½ dl vatn

AUGLÝSING


Flysjið og skerið eplin í bita, setjið þau í pott ásamt sykri, vanillufræjum og vatni. Látið sjóða varlega saman í u.þ.b. 30 mín. eða þar til eplin eru alveg maukuð.

Mylsna:
150 g góð brauðmylsna
50 g hakkaðar möndlur
¾ dl sykur
80 g smjör

Blandið saman brauðmylsnu, möndlum og sykri. Bræðið smjör á pönnu og hellið mylsnublöndunni saman við. Steikið þar til mylsnan fer að dökkna, gætið þess að hræra reglulega í mylsnunni svo að hún brenni ekki við. Látið kólna.

Aðferð: Setjið brauðmylsnu og eplamauk til skiptis í falleg glös, eftirréttaskálar eða eina stóra skál. Skreytið með þeyttum rjóma og berið hann gjarnan fram með í sérskál. Einnig má líka setja rifsberjahlaup á milli laga fyrir þá sem það vilja.

Texti / Sigríður Björk Bragadóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum