2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Lambið góða

Íslenska lambakjötið er hrein afurð sem á alltaf vel við.

Réttir úr lambakjöti geta verið fínlegir eða fábrotnir, spari- eða hversdagslegir, en það er eitt sem þeir eiga alltaf sameiginlegt og það er hið ljúfa og hreina bragð af lambakjötinu sem aldrei bregst. Hér er réttur sem eru eldaður á einfaldan máta.

Heilsteiktur lambahryggur 
með appelsínugljáa
fyrir 4-6 lambahryggur
2 appelsínur
500 g smjör
4 hvítlauksgeirar
5 stk. rósmaríngreinar
salt og pipar

Hitið ofninn í 180°C. Setjið hrygginn í eldfast mót. Skerið appelsínurnar til helminga og setjið með í mótið. Setjið smjörið, smátt saxaðan hvítlaukinn og rósmaríngreinarnar ofan á hrygginn, bragðbætið með pipar og salti og bakið í ofninum í 60 mínútur. Gott er að muna eftir að ausa soðinu yfir 3-4 sinnum á meðan hann er að eldast. Hryggurinn þarf að fá að hvíla eftir eldun í u.þ.b. 10-15 mín. áður en hann er borinn fram.

Umsjón / Theódór Smith
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum