2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Litlar ljúffengar bláberjabökur

Flestir eru meira inni við á köldum dögum en þá er einmitt upplagt að finna sér eitthvað til dundurs í eldhúsinu. Einnig er vel hægt að hafa það notalegt í bústaðaferðum haustsins, kveikja á kertum, setja þægilega tónlist á og útbúa eitthvað einfalt og gómsætt, sérstaklega þegar veðrið er ekki upp á marga fiska. Það er líka ákveðin ró í því að vinna með deig eins og gert er hér í þessari uppskrift.

 

Litlar ljúffengar bláberjabökur
4 lítil tarte-form

Sniðugt að nota muffinsformsbakka úr áli fyrir þessar bökur og þá ætti að nást 6-8 bökur úr uppskriftinni.

150 g bókhveiti
150 g malað möndlumjöl
60 g kókospálmasykur
4 tsk. maizenamjöl
100 g smjör, við stofuhita
4-5 msk. vatn eftir þörfum

Fyllingin:

AUGLÝSING


500 g bláber, fersk eða frosin
1 msk. sítrónusafi
60 g kókospálmasykur
3 tsk. kanill

Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman bókhveiti, möndlumjöli, sykri og maizenamjöli í skál. Bætið smjöri og 4-5 msk. af vatni saman við og hnoðið saman. Pakkið inn í plastfilmu og látið hvíla í 20 mín. Setjið allt sem á að fara í fyllinguna í pott og hrærið vel saman.

Látið malla í 10 mín. eða þar til bláberin hafa maukast nokkuð vel og blandan orðin vel maukuð. Sigtið smávegis af bókhveiti á borðflöt og fletjið út deigið. Skerið út deig sem passar í hvert form og hellið bláberjamaukinu ofan í.

Bakið í 15-20 mín. Gott að bera bökurnar fram með þeyttum rjóma.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum