2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Marenstoppar með heslihnetum og súkkulaði

Meðfylgjandi er uppskrift að gómsætum marenstoppum með heslihnetum og súkkulaði. Er ekki tilvalið að baka þessa fyrir jólin?

u.þ.b. 20 marenstoppar
3 eggjahvítur, við stofuhita
¼ tsk. cream of tartar
1/8 tsk. salt
150 g sykur
2 msk. flórsykur
50 g ristaðar hakkaðar heslihnetur
100 g saxað dökkt súkkulaði

Hitið ofninn í 120°C. Leggið smjörpappír ofan á ofnplötu og setjið til hliðar. Notið pískinn á hrærivélinni og þeytið eggjahvíturnar, cream of tartar og salt á meðalháum hraða þar til hvíturnar mynda mjúka toppa, u.þ.b. 3 mín.

Bætið sykrinum saman við smám saman, 1 stór msk. í einu, þar til allur sykurinn er kominn í skálina. Þeytið þar til topparnir eru stífir. Blandið saman flórsykri, heslihnetum og súkkulaði í skál og notið síðan sleikju til að blanda varlega saman við eggjahvíturnar.

Notið matskeið, ísskeið eða sprautupoka til að móta marenstoppa ofan á ofnskúffuna, passið að hafa u.þ.b. 3 cm á milli marenstoppanna. Bakið marensinn í 1 klst. og 15 mín.

AUGLÝSING


Slökkvið á ofninum og skiljið ofnhurðina eftir með smárifu og látið marensinn þorna inni í ofninum í a.m.k. 2 klst., einnig er hægt að skilja hann eftir yfir nótt.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum