2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Matarmikið salat með hnetugraskeri

Góður kostur í miðri viku er að bjóða upp á matarmikil salöt.

Brakandi ferskt grænmeti og kryddjurtir eru lykillinn að góðu salati, síðan er nauðsynlegt að bæta við góðu prótíni og gómsætri salatsósu og þá er komin fullkomin máltíð. Það er alltaf gott að bera salatsósur fram í lítilli skál eða könnu með salatinu, þannig getur hver og einn bætt við eftir smekk.

Marokkóskt kjúklingasalat
fyrir 4

Í þetta salat má gjarnan nota annað grænmeti, t.d. sætar kartöflur, rófur eða hnúðkál.

kryddlögur fyrir kjúkling:
3 msk. olía
2 msk. ferskt engifer, fínt rifið
2 tsk. gróft salt
2 tsk. kumminduft
1 tsk. svartur pipar
1 tsk. túrmerik
1 tsk. kanill
1 tsk. paprikuduft
safi úr 1 sítrónu
600 g kjúklingabringur, skornar í sneiðar

Blandið öllu saman og látið kjúklingabringurnar liggja í kryddleginum í a.m.k. 1 klst. Helst yfir nótt.

AUGLÝSING


1 hnetugrasker (butternut squash)
1 rauðrófa
2 msk. olía
1-2 tsk. salt
1 búnt salat, t.d. romaine eða blandað salat
hnefafylli spínat
hnefafylli fersk mynta, gróft skorin
6-8 döðlur, gróft skornar
2 stórar lárperur, eða 4 litlar, skornar í grófa bita
2 msk. sítrónusafi
2-3 gulrætur, þunnt skornar
1 dl ristaðar möndluflögur
½ -1 dl þurrkuð trönuber

Stillið ofn á 200°C. Afhýðið hnetugrasker og rauðrófu og skerið í bita. Veltið upp úr olíu og salti og bakið í ofninum í u.þ.b. 20 mín. eða þar til grænmetið er eldað í gegn. Látið kólna. Skerið salatið gróft og setjið á fallegan disk ásamt spínati og myntu. Dreifið ofnsteikta grænmetinu yfir. Veltið lárperubitunum upp úr sítrónusafa og bætið við ásamt gulrótum, ristuðum möndluflögum og trönuberjum. Dreypið salatsósunni yfir rétt áður en salatið er borið fram.

salatsósa:
2-3 tsk. dijon-sinnep
5 msk. eplaedik
2-4 msk. sítrónusafi
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
1 dl bragðlítil olía

Setjið allt hráefnið, nema olíuna, í matvinnsluvél eða blandara. Látið vélina ganga og hellið olíunni saman við í lítilli bunu. Eins er hægt að nota písk og píska hratt og vel á meðan olíunni er hellt saman við.

Texti/Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Ernir Eyjólfsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum