2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Matarmikil ungversk sveppasúpa

Þessi árstími býður upp á mat sem gefur yl í kroppinn og hvað er betra en einmitt matarmiklar súpur sem bornar eru fram með heitu nýbökuðu brauði. Þessi súpa er stútfull af góðu hráefni sem næra bæði líkama og sál, sem er einmitt það sem við þurfum í skammdeginu.

 

Ungversk sveppasúpa
fyrir 4

50 g smjör, ósaltað
1 msk. olía
1 laukur, afhýddur og saxaður smátt
450 g sveppir, skornir í sneiðar (4-6 sveppir til að setja ofan á súpuna)
3 msk. hveiti
2 msk. ungversk paprika
700 ml grænmetissoð eða kjúklingasoð
3 msk. sojasósa
240 ml nýmjólk
115 g sýrður rjómi
1 msk. sítrónusafi
1 hnefafylli söxuð steinselja
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Bræðið smjörið í meðalstórum potti með olíunni á miðlungshita. Bætið við lauk og eldið þar til laukurinn verður glær. Bætið við sveppum og eldið saman í um 10 -15 mín. eða þar til vökvinn frá sveppunum er að mestu gufaður upp.

AUGLÝSING


Bætið hveiti og papriku saman við. Eldið í um 2-3 mín. Hellið soði, sojasósu og mjólk saman við. Komið upp að suðu og lækkið undir pottinum. Látið súpuna malla í 10 mín. Takið súpuna af hitanum og maukið með töfrasprota eða setjið súpuna í blandara. Hrærið sýrða rjómanum, sítrónusafanum og steinseljunni saman í skál.

Bragðbætið með salti og pipar og berið súpuna fram heita með sýrða rjómanum. Steikið auka sveppi og setjið út í súpuna rétt áður en hún er borin fram, það er bæði fallegt og gefur gott bit í súpuna, þetta er þó ekki nauðsynlegt.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum