2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Meðlætið er mikilvægt

Sumir segja að jólasteikin sé aukaatriði en meðlætið skipti raunverulega mestu máli.

NÝSTÁRLEGT WALDORF-SALAT
fyrir 4-6

1 ½ dl pekanhnetur
1 grænt epli, skorið í bita
1 rautt epli, skorið í bita
1 mangó, skorið í bita
2 sellerístilkar, þunnt sneiddir
3-4 msk. majónes
3-4 msk. sýrður rjómi
1 msk. hunang
gróft sjávarsalt
nýmalaður hvítur pipar
1 dl kókósflögur, létt ristaðar
granatepli til skrauts, má sleppa
steinselja til skrauts, má sleppa

Þurrristið pekanhneturnar á pönnu og saxið gróft, passið að þær brenni ekki.

Blandið öllu hráefninu saman í skál og smakkið til með pipar og salti.

AUGLÝSING


Skreytið með kókósflögum, granateplum og steinselju ef vill.

RAUÐRÓFUSALAT
fyrir 4-6

1 ½ dl valhnetur
2 rauðrófur, soðnar og skornar í teninga
1 rautt epli, skorið í teninga
1 msk. engiferrót, smátt söxuð
1 msk. rifin piparrót
100 g fetaostur
2 msk. dill, gróft saxað
2 msk. steinselja, gróft söxuð
2 msk. sellerísalat, gróft saxað
2 msk. edik með estragoni
1 msk. hunang
2-3 msk. ólífuolía
kanill á hnífsoddi
gróft sjávarsalt
svartur pipar

Saxið valhneturnar gróft og þurrristið á pönnu, setjið til hliðar. Blandið rauðrófunum, eplunum, engiferrótinni og piparrótinni saman í skál. Myljið fetaostinn gróft og látið saman við, bætið restinni af hráefnunum útí og smakkið til með pipar og salti. Mikilvægt er að smakka þennan rétt þar sem epli og rauðrófur eru mismunandi að gæðum og bragði. Til að stytta sér leið má kaupa tilbúnar rauðrófur í pakka t.d. í lífrænu deildinni í Hagkaup. Þær eru séstaklega bragðgóðar og þægilegar í notkun.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Kirstín Dröfn Einarsdóttir
Myndur / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum