2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Myndband: Geggjaður grænn gimlet

Hér kemur uppskrift að einum sérlega skemmtilegum kokteil sem hver sem er getur gert.

 

Aragúla gimlet
1 drykkur

60 ml The Botanist-gin
30 ml límónusafi
20 ml sykursíróp
klaki
1 hnefafylli klettakál

Setjið gin, límónusafa og sykursíróp í hristara og fyllið til hálfs með klaka, setjið klettakálið ofan á klakana og lokið hristaranum vel.

AUGLÝSING


Hristið þar til hristarinn verður hrímaður og kaldur og hellið síðan í gegnum síu í kælt glas. Skreytið með límónusneið eða klettakálsblaði.

Sykursíróp

1 dl sykur
1 dl vatn

Sjóðið sykur og vatn saman í litlum potti þar til sírópið er orðið mjög heitt og sykurinn hefur leysts upp. Setjið til hliðar og látið kólna alveg. Geymið í kæli.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum