2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ofnbakað lambalæri með timíani og rósmaríni

Sunnudagssteik fyrir sælkera.

OFNBAKAÐ ÚRBEINAÐ LAMBALÆRI MEÐ FERSKU TIMÍANI OG RÓSMARÍNI
fyrir 6-8

1,5 kg úrbeinað lambalæri
½ dl olía
1 ½ msk. hunang
3 timíangreinar, lauf tínd af
3 ferskar rósmaríngreinar, nálar týndar af og saxaðar
salt og nýmalaður svartur pipar
1 hvítlaukur, skorinn í tvennt á þverveg
3-4 gulrætur, skrældar og
bakaðar heilar
2 rauðlaukar, skornir til helminga
1 sellerírót, skræld og skorin
fremur gróft

Hitið ofn í 200°C. Blandið saman olíu og hunangi og smyrjið á lærið. Kryddið með timiani og rósmaríni ásamt salti og pipar. Passið að maka öllu vel á allt lærið, bæði að ofan og undir. Setjið í ofn ásamt meðlætinu og bakið í 40 mínútur. Ausið soðinu yfir nokkrum sinnum á meðan eldun stendur yfir. Takið lærið út og látið jafna sig á borði í 15 mínútur áður en það er borið fram. Berið fram með grænmetinu, laukhringjunum og bérnaise-sósu.

Umsjón / Theódor Gunnar Smith
Stílisiti og texti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum