2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ómótstæðilegar vöfflur með eplum, ís og kardimommum

Vöfflur eru frábært sætmeti og flestum finnst þær góðar. Samkvæmt íslensku hefðinni eru þær oftast bornar fram með sultu og rjóma en í raun eru möguleikarnir óendanlegir þegar kemur að meðlæti með vöfflum.

Ég ber þær oftast fram með bræddu dökku súkkulaði, jarðarberjum, ís og ristuðum hnetum en stundum er líka gaman að prófa eitthvað svolítið frumlegra eins og ég geri hér og ég hvet líka alla til að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn og prófa sig áfram með allskonar hráefni.

8 belgískar vöfflur

240 g hveiti
½ tsk. salt
2 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur
4 egg
4 ½ dl mjólk
60 g smjör
½-1 tsk. vanilludropar

Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Skiljið egg og setjið eggjarauðurnar saman við þurrefnin ásamt mjólk, hrærið vel í á meðan þar til myndast hefur kekkjalaust deig. Bræðið smjör og hellið saman við deigið ásamt vanilludropum. Hitið vöfflujárn, helst vöfflujárn fyrir belgískar vöfflur. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið rétt áður en vöfflurnar eru bakaðar.

AUGLÝSING


Kardimommu- og eplavaffla með ristuðum kókosflögum

3-4 græn epli
3 msk. smjör
4 msk. sykur
2 tsk. kardimommuduft
1 uppskrift að sætu vöffludeigi.
handfylli af kókosflögum, ristuðum
vanilluís
8 ferskar fíkjur
mynta til skrauts

Skrælið epli og skerið í bita. Hitið smjör á pönnu og setjið bitana út í ásamt sykri og kardimommum. Steikið eplin í u.þ.b. 5-6 mínútur eða þar til þau eru orðin mjúk og hafa brúnast vel. Byrjið að baka vöfflurnar á meðan eplin brúnast. Setjið 1-2 kúlur af vanilluís ofan á hverja vöfflu. Setjið steiktu eplin ofan á ísinn ásamt kókósflögum. Skerið fíkjur í 4 hluta og setjið á vöfflurnar, skreytið með myntulaufum.

Mynd / Karl Petersson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum