2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Pottþétt sveppasósa – í nokkrum skrefum

Útbúðu ljúffenga sósu með einföldum hætti.

Ljúffeng sveppasósa

30 g smjör
1 askja kastaníusveppir, skornir í sneiðar
2 dl vatn
1 teningur sveppakraftur
½ l matreiðslurjómi
3 msk. marsalavín eða púrtvín
svartur nýmalaður pipar
salt

Hitið smjörið í potti og steikið sveppina í nokkrar mínútur, bætið vatninu saman við og setjið sveppakraftinn út í og sjóðið niður í u.þ.b. 2-3 mínútur.

AUGLÝSING


Bætið rjómanum saman við og látið malla við vægan hita í 2-3 mínútur, hrærið í sósunni á meðan. Bætið víninu saman við og kryddið með pipar og salti eftir smekk.

Ef sósan þykknar ekki eða þið viljið hafa hana þykkari, setjið þá 2 msk. af maizena-mjöli saman við og látið suðuna koma upp, lækkið hitann strax og hrærið í þar til sósan hefur þykknað.

Hægt er að bragðbæta sósuna með kryddjurtum, eins og tímíani, óreganó eða herbes de province.

Ef sósan er bragðlítil má alltaf bæta við smávegis af krafti og svolitlu víni.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum