2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Reddaðu þér með rækjum

Einhverskonar útgáfu af þessum rétti þekkja eflaust margir Íslendingar enda er vinsælt að blanda osti og rjóma saman við pasta, blanda sem getur ekki klikkað. Hér er ein útgáfa sem stendur fullkomlega fyrir sínu og hentar vel á kvöldverðarborðið í miðri viku.

Best er að setja rækjurnar í skál í ísskáp og láta þær þiðna rólega yfir daginn. Ef það gleymist eða þær eru keyptar frostnar á leiðinni heim er tilvalið að setja þær í umbúðunum í vel volgt vatn sem skipt er á nokkrum sinnum á meðan annað hráefni er undirbúið. Einnig er hægt að afþíða þær á ákveðnum stillingum í örbylgjuofni fyrir þá sem eiga slíka græju.

 

Rækju-beikonpasta
fyrir 4

250 g beikon
1 piparostur
250 ml rjómi
250 g rjómaostur
300 g pasta
250 g rækjur, eldaðar
1 dós maísbaunir
1 rauðlaukur, saxaður
hnefafylli fersk steinselja, söxuð (má sleppa)

Steikið beikonið og setjið til hliðar. Látið ostinn í pott ásamt rjóma og hitið við vægan hita þar til osturinn er bráðnaður. Hrærið stöðugt í á meðan, takið af hitanum. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Blandið öllum innihaldsefnunum saman við pastað og stráið að síðustu steinseljunni yfir. Gott að bera hvítlauksbrauð fram með réttinum.

AUGLÝSING


 

 

Umsjón/ Bergþóra Jónsdóttir

Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

Stílisti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum