2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sænskt þunnbrauð með laxi og piparrót

Mörgum finnst maturinn bragðast betur úti undir berum himni og nota hvert tækifæri til að taka með sér nesti til að snæða úti í guðsgrænni náttúrunni. Þessi er ómissandi í nestiskörfuna.

Sænskt þunnbrauð með laxi og piparrót

4 stk.

150 g rjómaostur
200 g reyktur, skorinn í þunnar sneiðar
2 msk. fersk piparrót, rifin
30 g klettakál
nýmalaður pipar

AUGLÝSING


Smyrjið þunnbrauðið með rjómaosti og raðið laxasneiðum ofan á. Stráið piparrót og klettakáli ofan á og malið pipar yfir. Rúllið brauðinu þétt upp og setjið í loftþéttar umbúðir.

Sniðugt er að eiga svona þunnbrauð í frysti og grípa í þegar undirbúa á nesti í lautarferðina. Hér er áleggið lax og piparrót en það getur verið hvað sem er.

Samlokur eru alltaf hentugur matur í ferðalagið. Það má gera góða samloku frábæra með því að mala pipar yfir í lokin eða saxa ferskar kryddjurtir. Kryddaður rjómaostur, ólífur, laukur eða kryddmauk gera venjulega samloku að sælkeramat.

Texti / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Karl Petersson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum