2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sætar og mjúkar – kökur með grænmeti

Grænmeti getur hentað vel í bakstur eins og margir þekkja í gulrótakökunni. Hér eru nokkrar gómsætar uppskriftir sem innihalda grænmeti og útkoman dásamlegar kökur sem sóma sér vel á hvaða veisluborð sem er.

Súkkulaðibollakökur  með svörtum baunum

1 dós svartar baunir
5 egg
½ tsk. salt
1 tsk. vanilluduft
6 msk. kakó
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
½ dl hunang
½ dl hlynsíróp
3 msk. smjör, brætt

Hitið ofninn í 180°C. Sigtið vökvann frá baununum, setjið þær í sigti og skolið í köldu vatni. Setjið baunirnar ásamt eggjum og öllum þurrefnum í blandara og blandið saman. Þegar blandan er orðin slétt er sætunni bætt út í ásamt bræddu smjöri. Setjið deig í múffuform, u.þ.b. hálffullt. Bakið í 17-18 mín.

AUGLÝSING


Krem

1 dl kókosolía
3 ½ dl flórsykur
1 tsk. vanilluduft
3 msk. mjólk

Hrærið kókosolíu og flórsykri létt saman. Bætið vanilludufti og mjólk út í hægt og rólega. Setjið kremið á kökurnar.

Umsjón / Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Myndir / Rut Sigurðardóttir
Stílisti / Helga Sif Guðmundsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum