2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Saltlegnar sítrónur

Saltlegnar sítrónur, preserved lemons, eru sítrónur sem látnar eru liggja í nokkrar vikur í salti og sítrónusafa. Þær eru mikið notaðar í matargerð bæði á Indlandi og í Norður-Afríku og þá eru þær helst notaðar í pottrétti og sósur.

Þegar sítrónurnar hafa legið í saltinu og sítrónusafanum í svona langan tíma verða þær mjúkar og litur þeirra svolítið glær. Bragðið verður dálítið beiskt og sítrónubragðið magnast verulega. Lítið þarf af sítrónunum í hvern rétt og betra er að hafa minna og bæta þá fremur við ef þarf. Saltlegnar sítrónur eru skemmtileg afurð sem fáir Íslendingar þekkja og því hvetjum við alla sem langar að prófa nýja hluti að skella sítrónum í krukku og prófa sig áfram með notkun þeirra. Hér gefum við ykkur uppskrift að saltlegnum sítrónum sem henta sérlega vel í framandi pottrétti.

Saltlegnar sítrónur
1 meðalstór krukka með loki
spritt eða örlítið vodka
10-12 sítrónur
1-2 dl gróft sjávarsalt

Sótthreinsið hreina krukku með því að skola hana vel að innan með sprittinu eða vodkanu.

AUGLÝSING


Þvoið vel fjórar sítrónur með fallegum berki. Skerið 4 lauf í þær án þess að þau losni efst, eins og á mynd.

Setjið mikið salt inn á milli rifjanna og kreistið vel saman, troðið sítrónunum ofan í krukkuna og kreistið allan safann úr restinni af sítrónunum yfir eða þar til krukkan er orðin alveg full.

Það er svolítið misjafnt hversu margar sítrónur þarf til að fylla krukkuna, fer eftir safamagninu í hverri þeirra, stærð sítrónanna og einnig stærð krukkunnar.

Geymið í a.m.k. 6-8 vikur áður en sítrónurnar eru notaðar í matargerð.

Texti og stílisering / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum