2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sellerírótarfranskar með hunangi og timían

Franskar eru fyrir löngu orðnar klassískt og ómissandi meðlæti með mörgum mat. Hér er uppskrift að svolítið óhefðbundnum frönskum sem eru einstaklega ljúffengar.

 

Sellerírótarfranskar
fyrir 2-3

30 ml olía
1 msk. fljótandi hunang
1-2 msk. olía
1 stór sellerírót
½ hnefafylli ferskt timían (u.þ.b. 1 msk.), laufin tekin af greinunum
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 200°C. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Blandið saman olíu og hunangi í litlum potti og bræðið saman við vægan hita.

AUGLÝSING


Hrærið saman við 1 msk. af olíu og setjið til hliðar. Afhýðið sellerírótina og skerið hana í 1 cm þykkar sneiðar. Skerið sneiðarnar þvínæst í 1 cm breiðar franskar.

Setjið sellerírótina í skál og blandið olíublöndunni vel saman við. Ef vantar meiri olíu má bæta við meira. Blandið saman við 1 tsk. af sjávarsalti og dreifið úr sellerírótarfrönskunum á bökunarplötuna.

Dreifið timíanlaufunum yfir og bakið í ofni í 20-25 mín. Takið úr ofninum og bragðbætið með sjávarsalti og svörtum pipar.

Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum