Sellerírótarfranskar með hunangi og timían

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Franskar eru fyrir löngu orðnar klassískt og ómissandi meðlæti með mörgum mat. Hér er uppskrift að svolítið óhefðbundnum frönskum sem eru einstaklega ljúffengar.

 

Sellerírótarfranskar
fyrir 2-3

30 ml olía
1 msk. fljótandi hunang
1-2 msk. olía
1 stór sellerírót
½ hnefafylli ferskt timían (u.þ.b. 1 msk.), laufin tekin af greinunum
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 200°C. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Blandið saman olíu og hunangi í litlum potti og bræðið saman við vægan hita.

Hrærið saman við 1 msk. af olíu og setjið til hliðar. Afhýðið sellerírótina og skerið hana í 1 cm þykkar sneiðar. Skerið sneiðarnar þvínæst í 1 cm breiðar franskar.

Setjið sellerírótina í skál og blandið olíublöndunni vel saman við. Ef vantar meiri olíu má bæta við meira. Blandið saman við 1 tsk. af sjávarsalti og dreifið úr sellerírótarfrönskunum á bökunarplötuna.

Dreifið timíanlaufunum yfir og bakið í ofni í 20-25 mín. Takið úr ofninum og bragðbætið með sjávarsalti og svörtum pipar.

Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira