2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sjóðandi heitir hamborgarar og geggjaður grillmatur

Grillblað Gestgjafans er komið út, pakkað af fjölbreyttu efni sem gagnast grillurum um land allt!

Sjóðandi heitir hamborgarar, geggjað grillað meðlæti ásamt gómsætum sósum og salsa eru meðal efnis. Í blaðinu eru krassandi kjötréttir á grillið sem fá bragðlaukana til að dansa og við kennum ykkur að hægelda svínarif að hætti suðurríkja Bandaríkjanna.

Fiskur verður æ vinsælli á grill landsmanna og að sjálfsögðu bjóðum við upp á nokkrar góðar og einfaldar fiskuppskriftir.

Að auki eru réttir með einstaklega gómsætum og spennandi pítsum sem munu slá í gegn í grillveislum sumarsins. Góð grillráð ásamt fjölbreyttum fróðleik um mat er að finna í þessu stútfulla og litríka blaði. Áhugaverð grein um kanadísku sælkeraborgina Montréal ásamt innliti á veitingahús og vínsíðum Dominique, þetta og margt, margt fleira!

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum