2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sjúklega sumarlegur og léttur silungur með wasabi-rjóma

Fátt er meira viðeigandi en silungur í matinn á sumrin, hann er bæði hollur og bragðgóður og auðvelt er að elda hann. Þessi réttur er afar sniðugur og svolítið öðruvísi af því að silungurinn er borinn fram kaldur og hentar því vel í garðveislur með góðu hvítvíni eða rósavíni.

Kaldur kryddjurtasilungur með wasabi-rjóma.

Kaldur kryddjurtasilungur með wasabi-rjóma
fyrir 6 sem hluti af hlaðborði

2 silungaflök, beinhreinsuð
4 msk. ólífuolía
2 dl sýrður rjómi
1 límóna
1 tsk. límónubörkur
½ hvítlauksgeiri, pressaður
1 tsk. wasabi-mauk
hnefafylli ferskur kóríander
hnefafylli flöt steinselja
1 dl ristaðar kasjúhnetur, mátt saxaðar
salt
nýmalaður svartur pipar

Hitið ofninn í 180°C. Setjið silungaflökin í eldfast mót, setjið 2 msk. olíu yfir flökin og kryddið með pipar og salti.

AUGLÝSING


Bakið flökin í u.þ.b. 10 mínútur, passið að ofelda þau ekki. Takið flökin úr ofninum og kælið. Blandið saman sýrða rjómanum, límónusafanum og berkinum, hvítlauknum og wasabi-maukinu, smakkið til. Saxið kóríander og steinselju fremur smátt. Smyrjið sýrða wasabi-rjómanum yfir köld flökin og sáldrið svo kryddjurtunum yfir sósuna ásamt hnetunum.

Kreistið svolítinn sítrónusafa yfir og hellið einnig olíu yfir. Þessi réttur er tilvalinn á hlaðborð, það hentar vel að bera fram með honum kalt kartöflusalat eða sumarlegt kúskús.

Mynd / Bragi Jósefsson

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum