2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Skemmtilegt meðlæti með jólasteikinni

Meðlætið er mikilvægt!

Sumir segja að jólasteikin sé aukaatriði og meðlætið sé í raun og veru það sem skiptir mestu máli og það er nokkuð til í því. Hér er ein gómsæt uppskrift að þægilegu meðlæti sem passar bæði með reyktu og fersku kjöti og hentar vel sem grænmetisréttur fyrir þá sem ekki borða kjöt.

Í jólablaði Gestgjafans er einmitt að finna sniðugar, gómsætar og einfaldar uppskriftir að meðlæti.

Ofnbakað rósakál og sætar kartöflur

Rósakál og sætar kartöflur er blanda sem getur ekki klikkað.

AUGLÝSING


fyrir 6-8
1 stór sæt kartafla, afhýdd og skorin í bita
1 búnt rósakál
1 dl rúsínur eða þurrkuð trönuber
1 appelsína, safi og börkur notaður
3-4 msk. olía
1 ½ msk. hlynsíróp
kanill á hnífsoddi
½ msk. þurrkað óreganó
1 grein grein rósmarín, smátt saxað
gróft sjávarsalt
svartur nýmalaður pipar
1 msk. smjör
2 græn epli, afhýdd og skorin í bita
1 ½ dl pekanhnetur, gróft saxaðar
steinselja, söxuð

Hitið ofn í 200°C. Látið kartöflubitana í stórt eldfast mót ásamt rósakálinu og rúsínunum, ef rósakálið er stórt er gott að skera það í tvennt.

Raspið börkinn af ½ appelsínunni, skerið í tvennt og kreistið safann úr ½ appelsínu og látið í skál ásamt berkinum, látið olíuna og hlynsírópið, ásamt kanil, óreganó og rósmarín. Hellið yfir grænmetið og blandið öllu vel saman með höndunum og kryddið með pipar og salti.

Látið eldfasta mótið inn í ofn og bakið í u.þ.b.15-20 mínútur.

Bræðið smjörið á pönnu og steikið eplin í 1 mínútu, kreistið appelsínusafann úr hinum helmingnum af appelsínunni og hellið safanum út á pönnuna og steikið eplin þar til þau hafa brúnast vel og safinn er orðinn að sírópi. Látið eplin í eldfasta mótið og bakið allt saman í u.þ.b. 10 mínútur til viðbótar eða þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn.

Ristið pekanhneturnar á pönnu í u.þ.b. 5 mínútur en passð að þær brenni ekki, sáldrið þeim yfir kartöflurnar ásamt steinseljunni. Smakkið til með pipar og salti ef þarf.

Eldunartíminn getur verið misjafn eftir ofnum og einnig eftir því hvað kartöflurnar eru gróft skornar, þess vegna er mikilvægt að fylgjast með þeim svo þær verði ekki of maukaðar.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum