2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sparilegur og einfaldur lax með kartöflusalati

Lax er bæði hollur og bragðgóður matur sem hentar vel þegar gæla á við bragðlaukana um helgar! Möguleikarnir eru óendanlegir þegar matreiða á lax en sítrusávextir henta sérlega vel með þessu yndislega hráefni. Passið að elda laxinn aldrei of mikið og hafið í huga að hann heldur áfram að eldast í nokkrar mínútur eftir að hann kemur úr ofinum.

Sítruslax með kartöflusalati
fyrir 6-8

1 laxaflak, 2,5-3 kg
börkur af 1 límónu, 1 appelsínu, 1 greipi og 1 sítrónu
safi úr 1 appelsínu
½ dl bragðlítil olía
1 msk. svartur pipar, nýmalaður
1 msk. sjávarsalt (½ í marineringuna og ½ á laxinn fyrir eldun)

Blandið öllu saman í skál og setjið á laxinn, vefjið hann inn í smjörpappír og látið standa í kæli yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C. Setjið flakið á bökunarplötu og stráið salti á það. Bakið í 12-17 mínútur.

Kartöflusalat

1 kg soðnar kartöflur, skrældar og skornar í bita
1 greip, 1 appelsína og 1 pomelo (eða 2 greip)
3 msk. dijon-sinnep
250 ml majónes
1 msk. hlynsíróp
1 tsk. sítrónusafi
4 súrar gúrkur, skornar í litla bita
3 msk. kapers
½ búnt basilíka, söxuð
smakkið til með sjávarsalti

Blandið saman majónesi, sinnepi, hlynsírópi og sítrónusafa í skál. Skerið börkinn af sítrusávöxtunum og skerið aldinkjötið innan úr þeim. Setjið saman við sósuna og kartöflurnar og geymið í kæli yfir nótt. Smakkið til með salti.

AUGLÝSING


Texti/Gunnar Helgi Guðjónsson
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Ljósmyndari/Íris Dögg Einarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum