2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Spennandi og svolítið öðruvísi fiskbollur

Ferskur fiskur er dásamlegur matur sem við Íslendingar höfum neytt í miklum mæli í gegnum tíðina.

Eflaust mættu sumir vera duglegri að nota þetta holla hráefni. Góður fiskur þarf ekki flókna eldamennsku en gaman getur verið að breyta til og „poppa“ fisk svolítið upp. Hér er nokkuð einföld og áhugaverð uppskrift sem rífur í en auðvitað má sleppa chili-aldin fyrir þá sem eru ekki fyrir sterkt bragð.

Fiskibollur á nýjan máta

Límóna og dill passar einkar vel með fiski og laxinn gerir bollurnar hollari.
700 g hvítur fiskur eða fiskhakk
300 g lax, skorinn í bita
100 g sýrður rjómi
1 egg
hnefafylli ferskt dill, saxað, eða 2 msk. þurrkað
½ dl fersk steinselja, söxuð, eða kóríander
½ rautt chili-aldin, saxað
1 límóna, safi og börkur
2 msk. hveiti
salt og pipar
2 msk. olía til steikingar
2-3 msk. smjör til steikingar

Maukið hvíta fiskinn í matvinnsluvél og setjið síðan í stóra skál. Blandið öllu sem er í uppskriftinni saman við og mótið bollur. Steikið upp úr blöndu af smjöri og olíu. Berið fram á salatbeði og setjið límónubáta með. Kartöflur og smjör passa vel með þessum bollum.

Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd/Rut Sigurðardóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum