Svakaleg rúlluterta með heslihnetum og núggatfyllingu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rúllutertur eru frábærar kökur sem mun auðveldara er að baka en margur heldur. Þær taka yfirleitt stuttan tíma í ofninum og því henta þær vel þegar lítill tími er fyrir höndum. Þessi kaka er hreint sælgæti enda fátt sem toppar núggat og heslihnetur með rjóma. 

Heslihneturúlla með núggatfyllingu
fyrir 10

140 g heslihnetur
2 msk. flórsykur
5 eggjahvítur
5 eggjarauður
120 g sykur

- Auglýsing -

Hitið ofninn í 200°C. Setjið hneturnar í bakka og bakið þær í 5 mín. eða þar til húðið fer að losna af. Takið 40 g frá til að skreyta með, setjið hinar í matvinnsluvél og malið fínt. Þeytið eggjahvítur í hreinni skál þar til þær eru stífar. Bætið 60 g af sykri út í smátt og smátt og þeytið áfram í 3-4 mín., geymið. Þeytið eggjarauður (má nota sömu skál án þess að þvo hana) með 60 g af sykri þar til létt og ljóst. Blandið hnetum í eggjarauðurnar. Bætið hvítum út í, fyrst smávegis og síðan öllum. Útbúið smjörpappír í ofnskúffu og smyrjið hann með olíu eða smjöri, eða notið rúllutertuform. Hellið deiginu í skúffuna og breiðið úr því. Bakið kökuna í 10-12 mín. Látið hana bíða í 5-10 mín. Losið um kökuna við kantana og hvolfið henni á sykurstráðan bökunarpappír. Látið kólna í svolitla stund. Smyrjið kreminu á kökuna (geymið svolítið af því til að smyrja yfir), smyrjið rjómann yfir og rúllið henni upp. Látið restina af kreminu ofan á og stráið söxuðum heslihnetum yfir.

Fylling
100 g súkkulaði
150 g mjúkt núggat
½ dl rjómi
1-2 msk. kakó til að sigta yfir

2 dl rjómi, þeyttur

- Auglýsing -

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði með 150 g af núggati og rjóma, kælið lítillega.

Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Hákon Davíð Björnsson

 

- Auglýsing -

[pt_view id=“f140352oic“ tag=“GET_CURRENT“]

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -