2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tapas – eldað úr jurtaríkinu

Tapas-réttir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. En eins og flestir vita þá eru tapas-réttir smáréttir sem Spánverjar gæða sér á seinnipart dags og fram á kvöld.

Tapas-hefðin er nokkur hundruð ára gömul en tapas þýðir lok á spænsku. Til eru nokkrar sögur um það hvernig tapas-hefðin varð til en ein þeirra er að skinku- og brauðsneiðar hafi verið notaðar sem lok yfir vínglös til að forða því að flugur færu ofan í glösin. Líklegt er að fólk hafi síðan lagt sér brauðið eða skinkuna til munns og þannig hafi merkingin á orðinu yfirfærst og þýtt smáréttur. Í tapas-rétti er notað sérlega fjölbreytt hráefni og bæði úr jurta- og dýraríkinu en mismunandi áherslur eru á milli landsvæða. Réttirnir í þessum þætti eru fremur einfaldir og gómsætir. Þeir eru allir úr jurtaríkinu og henta því vel fyrir þá sem vilja sneiða hjá kjöti og fiski.

Patatas bravas

Tómatsósa
3 msk. olía
1 lítill laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 dós niðursoðnir tómatar, saxaðir
½ tsk. reykt paprika
1 tsk. óregano
½ kummin
cayenne-pipar á hnífsoddi, má sleppa
1 tsk. sykur
2 msk. sérrí, edik eða púrtvín
svartur nýmalaður pipar
sjávarsalt
steinselja

Hitið olíuna í meðalstórum potti, látið laukinn út í og hitið þar til hann verður glær, bætið þá hvítlauknum saman við og látið malla áfram í 2-3 mínútur. Setjið tómatana og allan safann út í ásamt restinni af hráefninu. Látið sósuna malla við vægan hita í a.m.k. 30 mín., má vera lengur. Hrærið í sósunni með sleif af og til.

Patatas bravas
4-5 bökunarkartöflur, skornar í teninga
1 ½ – 2 dl ólífuolía
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
2-3 msk. gæða-aioli, má sleppa

AUGLÝSING


Hitið olíuna á góðri pönnu. Setjið kartöfluteningana út í og steikið við meðalhita í u.þ.b. 10-15 mínútur, hrærið og snúið kartöflunum við reglulega á meðan þannig að þær brúnist vel á öllum hliðum. Kryddið með pipar og salti. Takið kartöflurnar upp úr olíunni með gataskeið og látið á eldhúsrúllu svo olían leki aðeins frá. Látið kartöflurnar í fallegt fat eða á disk og hellið sósunni yfir, setjið aioli efst, sé það notað.

Hollari aðferð: Í staðinn fyrir að steikja kartöflurnar í olíu á pönnu setjið þær þá á ofnplötu ásamt olíu og pipar og salti á 200°C í u.þ.b. 30 mín. eða þar til þær eru bakaðar í gegn. Nauðsynlegt er að snúa þeim 3-4 sinnum á meðan.
Styttu þér leið: Ef tíminn er naumur má stytta sé leið með því að kaupa gæðatómatsósu í krukku. Steikið 2 tsk. af söxuðum hvítlauk við vægan hita í nokkrar mín. og hellið sósunni út í og lækkið hitann, látið malla í 5 mín. og bætið svo steinseljunni við að lokum.

Aioli er einskonar hvítlauksmajónes en oft er venjulegt majónes sett út í sósuna og það má gera það. En það er líka sérlega gott að nota aioli eins og er gert hér, það gerir réttinn svona meiri sælkerarétt.

Mynd / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum