2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ungversk sveppasúpa sem yljar kroppinn

Þegar byrjar að kólna í veðri er gott að elda eitthvað sem yljar kroppinn. Þessi einfalda sveppasúpa hittir alltaf í mark hjá mér.

 

Ungversk sveppasúpa

fyrir 4

50 g smjör, ósaltað
1 msk. olía
1 laukur, afhýddur og saxaður smátt
450 g sveppir, skornir í sneiðar (4-6 sveppir til að setja ofan á súpuna)
3 msk. hveiti
2 msk. ungversk paprika
700 ml grænmetissoð eða kjúklingasoð
3 msk. sojasósa
240 ml nýmjólk
115 g sýrður rjómi
1 msk. sítrónusafi
1 hnefafylli söxuð steinselja
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Bræðið smjörið í meðalstórum potti með olíunni á miðlungshita. Bætið við lauk og eldið þar til laukurinn verður glær. Bætið við sveppum og eldið saman í um 10-15 mín. eða þar til vökvinn frá sveppunum er að mestu gufaður upp. Bætið hveiti og papriku saman við. Eldið í um 2-3 mín. Hellið soði, sojasósu og mjólk saman við. Komið upp að suðu og lækkið undir pottinum. Látið súpuna malla í 10 mín. Takið súpuna af hitanum og maukið með töfrasprota eða setjið súpuna í blandara. Hrærið sýrða rjómanum, sítrónusafanum og steinseljunni saman í skál. Bragðbætið með salti og pipar og berið súpuna fram heita með sýrða rjómanum. Steikið aukalega sveppi og setjið út í súpuna rétt áður en hún er borin fram, það er bæði fallegt og gefur gott bit í súpuna, þetta er þó ekki nauðsynlegt.

AUGLÝSING


Mynd/Aldís Pálsdóttir

Stílisti/Bríet Ósk Guðrúnardóttir

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum