2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Yndisleg eggjakaka með kartöflum

Sælkeramáltið fyrir einn.

Algengt er að uppskriftir séu gerðar fyrir 4 eða fleiri. Það getur því verið handhægt að kunna eitthvað sem hentar vel að elda fyrir einn. Eggjakaka með kartöflum er tilvalin máltíð fyrir einn. Hún inniheldur bæði góð kolvetni og prótín og ef hún er borin fram með góðu trefjaríku salati þá er máltíðin orðin nánast fullkomin. Þessi uppskrift er sérlega góð en það sem gerir hana svona góða er að kartöflurnar eru vel steiktar áður en eggjahræran er sett út í.

4 msk. olía
2 meðalstórar kartöflur, ósoðnar
2 egg
nýmalaður svartur pipar
gróft salt

Skrælið kartöflur, skerið í litla teninga og hitið á pönnu. Sláið saman í skál 2 eggjum og þeytið með písk.

1. Skrælið kartöflurnar og skerið í fremur litla teninga.

AUGLÝSING


2. Hitið olíuna á lítilli pönnu og steikið kartöflurnar á fremur háum hita í u.þ.b. 8-10 mínútur og passið að hræra reglulega í þeim og snúa þeim þannig að þær brúnist á öllum hliðum.

3. Sláið nú saman í skál 2 eggjum og þeytið vel með písk þannig að blandan verði létt og froðukennd. Kryddið vel með pipar og salti.

Hellið olíunni af kartöflum og hellið svo eggjablöndu yfir þær. Eldið kökuna á báðum hliðum og berið fram með salati.

4. Hellið mestu olíunni af kartöflunum og látið eggjablönduna út á pönnuna, yfir kartöflurnar. Ýtið eggjakökunni frá brúnunum og hallið pönnunni þannig að sem mest magn nái að eldast.

5. Þegar eggin eru að mestu elduð, takið þá disk sem passar ofan í pönnuna og haldið honum fast við eggjakökuna og hvolfið á diskinn og setjið svo strax aftur á pönnuna. Þetta er gert til að eggjakakan eldist á báðum hliðum og sé þurr og svolítið stökk.

Berið fram með góðu salati. Þessa uppskrift má auðveldlega stækka, miðað er við 2 kartöflur á mann og 2 egg.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum