Úrvalsútvistarnesti: Ferskju- og bláberjakaka

Deila

- Auglýsing -

Fátt er betra en að borða góðan mat undir berum himni í íslensku náttúrunni þegar vel viðrar. Þessi kaka er dásamleg með kaffinu eftir kraftmikla göngu í fallegri laut. Gott er að baka hana daginn sem lagt er af stað eða daginn áður og láta hana kólna, geyma í forminu og pakka vel inn en þá geymist hún best.

 

Ferskju- og bláberjakaka

185 g smjör, við stofuhita
330 g sykur
1 ½ tsk. vanilludropar
3 egg
335 g hveiti
2 ferskjur, steinninn fjarlægður og ferskjurnar
skornar í þunnar sneiðar
150 g bláber
1 msk. flórsykur

Hitið ofn í 160°C. Setjið smjör, sykur og vanillu í hrærivélarskál með þeytaranum og hærið saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum saman við og hrærið vel saman. Notið stóra skeið eða sleikju til að hræra hveitið saman við blönduna. Hellið deigblöndunni í 20×30 cm bökunarform sem hefur verið klætt með smjörpappír. Setjið ferskjur og bláber yfir deigblönduna og þrýstið örlítið niður. Sáldrið flórsykri yfir kökuna. Bakið í 1 klst. eða þar til prjónn sem stunginn er í miðjuna kemur hreinn út. Kælið kökuna í forminu.

- Advertisement -

Athugasemdir