Vatnsdeigsbollur með osti – Fullkomnar með reyktum laxi og rjómaost

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessar bollur eru mjög góðar og sóma sér vel sem munngæti fyrir matinn með góðu glasi af rauðvíni. Einnig er gott að setja sneið af reyktum laxi og rjómaost á milli.

 

Vatnsdeigsbollur með osti
24 stk.

1 dl mjólk
½ dl vatn
70 g smjör
130 g hveiti
3 egg, meðalstór
150 g ostur, gott að nota bragðmikinn ost

Hitið ofninn í 220°C. Sjóðið mjólk, vatn og smjör saman í potti. Setjið hveiti út í og hrærið saman við þar til það er samlagað deig.

Takið pottinn af hitanum og bætið eggjum út í einu í einu. Bætið osti út í og setjið litlar bollur á ofnplötu klædda bökunarpappír. Stráið e.t.v. meira af fínt rifnum osti yfir. Bakið bollurnar í 15 mín. eða þar til þær eru fallega gullnar. Berið fram strax.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Alls ekkert flókið“ að ná tökum á súrdeigsbakstri

Bakarinn Marinó Flóvent Birgisson, kallaður Majó, hefur undanfarið birt gagnleg kennslumyndbönd á YouTube þar sem hann deilir fróðleik og kennir...