• Orðrómur

Vatnsmelónu- og jarðarberjakokteill fyrir unga sem aldna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hvernig væri að koma gestunum um helgina á óvart með því að hrista fram ljúffengan kokteil? Hér er einn sem ætti að hitta beint í mark.

 

Vatnsmelónu- og jarðarberjakokteill
fyrir 2

Þessi drykkur er sérlega frískandi og hentar einnig vel fyrir yngri kynslóðina.

- Auglýsing -

500 g vatnsmelóna, skorin í bita
200 g jarðarber, hreinsuð
safi úr ½ límónu
2 tsk. chia-fræ
8 myntulauf, auka til að skreyta drykkinn
klaki

Setjið vatnsmelónu, jarðarber og límónusafa í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast vel. Setjið blönduna í sigti, þrýstið á með skeið þannig að safinn renni niður og fjarlægið hratið.

Hrærið chia-fræin saman við safann og kælið í 15 mínútur. Merjið 4 myntulauf í hvert glas og fyllið með klaka. Hrærið í safablöndunni til að losa um chia-fræin og skiptið blöndunni á milli glasanna.

- Auglýsing -

Skreytið drykkinn með myntu og berið fram. Það má auðveldlega breyta þessum drykk í áfengan kokteil með því að bæta við 1 sjúss af vodka í hvert glas.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -