• Orðrómur

Veganpylsurnar rjúka út

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rúmt ár er liðið frá því að Íris Tinna Margrétardóttir, eigandi Ísbúðarinnar Okkar í Hveragerði, ákvað að bregðast við aukinni eftirspurn frá þeim hópi sem kýs kjötlausan lífsstíl.

„Við byrjuðum þá að selja veganpylsur. Hugmyndin kviknaði eftir pælingar um að auka vöruúrval hjá Ísbúðinni Okkar fyrir þann hóp fólks sem kýs vegan- eða kjötlausan lífsstíl. Til að byrja með fór veganpylsusalan hægt af stað en upp á síðkastið hefur salan aukist til muna. Viðbrögðin hafa verið vonum framar,“ segir Íris í samtali við Gestgjafann.

Hún bætir við að veganpylsurnar seljist jafn vel og hefðbundnar pylsur, ef ekki betur.
„Um helgar erum við farin að selja meira af veganpylsum en þessum hefðbundnu. Ég myndi giska á að salan á veganpylsunum væri núna um 50% eða 60 % af heildarsölu pylsa,“ útskýrir Íris. Hún segir greinilegt að sá hópur sem kýs vegan- eða grænmetismataræði sé himinlifandi með þessa nýjung á matseðlinum.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -