Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Veisla fyrir augað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bíómyndir sem fjalla um mat eru sérstaklega vinsælar hjá ritstjórn Gestgjafans og okkar vegna mættu flestar bíómyndir fjalla um mat með einum eða öðrum hætti. Verst er að geta ekki bragðað á öllum kræsingunum sem töfraðar eru fram. Hver getur til dæmis horft á Chocolat með Juliette Binoche og Johnny Depp án þess að bruna strax út í búð eftir súkkulaði.

 

Við mælum með myndinni The Hundred Foot Journey sem byggð er á samnefndri metsölubók sem kom út 2010. Hún fjallar í stuttu máli um Kadam-fjölskylduna sem flýr heimaland sitt, Indland, og opnar veitingastað í litlu sjarmerandi þorpi í Suður-Frakklandi.

Kvikmyndin The Hundred Foot Journey er byggð á samnefndri metsölubók sem kom út 2010.

Fjölskyldan hefur einstaka ástríðu fyrir hinni framandi og töfrandi matargerðarlist heimalandsins og leggur allt sitt í að gera henni hátt undir höfði. Þorpsbúar eru jákvæðir í garð nýja staðarins; allir nema Madame Mallory sem á og stjórnar Michelin-veitingastað aðeins hundrað fetum frá. Til þess að spilla ekki fyrir skal staðar numið hér því sjón er sögu ríkari. Við mælum með þessari mynd fyrir alla sælkera og ábyrgjumst að starfsemi munnvatnskirtlanna verður í hámarki. Helen Mirren, Om Puri og Manish Dayal eru meðal leikenda.

Kvikmyndin Chef fjallar um kokk á vinsælum veitingastað í Los Angeles. Hann vill helst fara sínar eigin leiðir í eldmennskunni og tekur því heldur illa þegar maturinn hans fær slæma gagnrýni. Gamanið kárnar þegar hann stofnar til deilna á opnum vef við matargagnrýnanda sem ekki var hrifinn af matseld hans.

Hann segir upp starfi sínu og án þess að segja of mikið má segja að upp hefjist skemmtileg atburðarás sem felur í sér hressandi ökuferð, ástir og sigra. Jon Favreau, sem leikur aðalhlutverkið, skrifaði handritið að myndinni og leikstýrði. Aðrir leikarar eru ekki af verri endanum; Sofía Vergara, John Leguizamo, Scarlett Johansson, Dustin Hoffman, Robert Downey, Jr. og Oliver Platt.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -