2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Veitingahúsakeðja Jamie Oliver í þrot

Veitingahúsakeðja vinsæla sjónvarpskokksins Jamie Oliver er farin í þrot.

Jamie’s Italian, veitingahúsakeðja sjónvarpskokksins Jamie Oliver í Bretlandi, er farin í þrot. Rúmlega 1000 manns starfa hjá Jamie’s Italian í 23 útibúum í Bretlandi. Fyrstu staðirnir opnuðu árið 2008.

KPMG sér um gjaldþrotaskipti félagsins. Þessu er sagt frá á The Guardian.

Jamie Oliver sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vera miður sín yfir þessari útkomu en reksturinn hefur gengið erfiðlega undanfarið. Hann þakkaði þá starfsfólki sínu og viðskiptavinum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni